top of page
A1.jpg

Drauma íbúð til leigu í fallega spænska bænum San Miguel de Salinas

  • Fullkomið fjöskylduumhverfi

  • Fjöldi baðstranda

  • Spænsk rómatík

  • 26 golfvellir

Glæsileg fjölskylduíbúð með garði og sundlaug með barnasvæði.
 

Þessi glæsilega íbúð með sundlaug og leiksvæði er fullkomið umhverfi fyrir barnafjölskyldur. Þú getur slakað á í garðinum, en um leið fylgst með börnunum í sundlauginni. Í sundlauginni er sér barnalaug sem hentar vel fyrir yngri börnin. Á leiksvæðinu geta börnin síðan fengið úrás fyrir orkuna til að sofna vel. Stutt frá er síðan hægt að fara í Gokart bíla, minigolf og vatnsrennibrautagarð. Nærri bænum er Lo Rufete Multi-Adventure Park við La Pedrera, þar sem boðið er upp á allt frá fjalla-hjólreiðum, kayak, paintball og zip-line fyrir börn og fjölskyldur. Sjá uppákomur og afþreyingu í Torrevijega (15 mínútur þangað í bíl).

 

Húsið er nýtt og byggt á árinu 2025. Íbúðin er 112 fermetra (30 fm af þessu eru verönd og garður) á jarðhæð með tveimur svefnherbergjum, tveimur salernum (annað þeirra inn í svefnherbergi), stórri stofu og vel útbúnu eldhúsi í nýju hverfi í bænum San Miguel De Salinas. 30 fermetra verönd og garður er með hornsófa, stækkanlegu borðstofuborði og 6 stólum, 2 garðstólum og 2 sólbekkjum.
 

  • Íbúðin er útbúin með stórum ísskáp, þvottavél, uppþvottavél, örbylgjuofni, bakarofni og Airfrier tæki.

  • 55" sjónvarp með hljóðbar og bassaboxi er í stofu.

  • Þráðlaust net er í íbúðinni og sérstök tölvu aðstaða með prentara.

  • Sér loftkæling er í báðum svefnherbergjum og stofu (hægt að hafa sér hitastig í hverju rými).

  • Svefnpláss fyrir 6 manns, tvö svefnherbergi og stofa með svefnsófa. Risastórt hjónarúm er 180 x200 cm., tvö rúm í herbergi 90 x 200 cm og í stofu 140 x 200 cm.

  • Sameiginleg sundlaug og leiksvæði fyrir börnin er nánast beint fyrir framan íbúðina.

Fullkomið að njóta lífsins með fjölskyldunni í SAN MIGUEL DE SALINES

Í spænska fallega og rómantíska bænum San Miguel de Salines getur þú notið friðsældar kyrrláts morguns, vellíðan á sultu slöku sumarkvöldi eða ljúfum vetrardegi og frelsisins á stað þar sem einskis er krafist og allt er skemmtilegt. Að dvelja í San Miguel de Salines snýst um að upplifa. Hvort sem það er að slaka á við sundlaugina, taka kaffibolla í garðinum og hlusta á kirkjuklukkurnar á sunnudagsmorgni, taka golfhring eða enda daginn undir stjörnubjörtum himni og ljósum prýddum garðinum, þá verður hver stund sérstök upplifun og minning. 

San Miguel de Salinas er hæsti bærinn í Vega Baja-svæðinu, staðsettur um 75 m yfir sjávarmáli. Þessi hæð gerir að verkum að þarna býðst mikilfenglegt útsýni yfir saltvötnin í Torrevieja og La Mata, þegar horft er í átt að Miðjarðarhafinu. Þetta hefur gefið bænum viðurnefnið „svalir Costa Blanca“ Bærinn er þekktur fyrir táknræna hellabyggingar (cave houses), m.a. í hverfum eins og Primero de Mayo og á Zenia-götunni. Þessar hús eru að mestu nú nýtt sem verslanir, listastofa eða veitingastaður, m.a. fræga Las Cuevas Restaurant sem er staðsett í helli. San Miguel er fullkomlega staðsett fyrir útiveru. Í kringum bæinn eru umhverfisleiðir þar sem hægt er að ganga eða hjóla – t.d. við Sierra Escalona og á La Pedrera-vatninu. Svæðið býður einnig upp á fjölbreytt fugla- og plöntulíf.

Fullkominn staður fyrir þá sem vilja komast undan ys og þys borgarinnar og njóta lífsins í friðsælu, náttúrulegu umhverfi, á sama tíma og vera samt nálægt stærri ferðamannastöðum Costa Blanca. Í bænum eru tugir veitingastaða (sjá) og San Miguel de Salinas býður upp á blöndu af kyrrð, menningu, matarupplifun og afþreyingu. Hefðbundinn arkitektúr, staðbundnar hátíðir og frábært loftslag gera bæinn að földum gimsteini á svæðinu. 


SAN MIGUEL DE SALINES - fallegi og rómantíski bærinn við Saltvötnin 

Íbúðin er í nýju hverfi í hinum rómantíska og vinsæla spænska bæ San Miguel de Salinas sem er stutt frá borginni Torrevieja, stutt frá ströndum Orihuela Costa og stutt frá fjölmörgum golfvöllum á svæðinu. ​Umhverfi bæjarins er umkringt fallegum náttúrusvæðum sem búa yfir ýmsum plöntu- og dýrategundum, sem gerir hana að vinsælum áfangastað fyrir náttúru- og fuglaunnendur. 

  • Bærinn San Miguel de Salinas (Heilagi Miguel við Saltvötnin) er staðsettur á hæðsta punkti í sinni sveit Vega Baja de Segura. Í bænum og úthverfum hans búa um 8.000 íbúar. Í kjarna bæjarins sem og í úthverfum blómstrar ferðamannaiðnaðurinn auk þess sem hverfi hans hafa verið vinsæll áningastaður fyrir fjölskyldufólk í leit að frístunda-, jafnt sem heilsársheimili.
     

  • Í San Miguel de Salinas er allt til alls, ráðhúsið trónir við aðalgötu bæjarins og heilsugæslan er hinu megin við götuna. Barnaskólinn er einn sá besti á svæðinu, en í bænum er framhaldsskóli sem er mjög eftirsóttur, tónlistarskóli og lúðrasveit. Í San Miguel de Salinas er jafnframt einkarekinn alþjóðlegur skóli „El Limonar International“ þar sem boðið er upp á nám samhliða á ensku og spænsku. Öll þjónusta er við hendina í þessum sjarmerandi litla bæ.
     

  • Úsýnið yfir Miðjarðarhafið og strandlengjuna sem er í einungis 11 km fjarlægð frá þessum vinalega bæ, gerir San Miguel de Salinas ákjósanlegan jafnt til fastrar búsetu sem og styttri dvalar.
     

  • Helsti atvinnuvegur bæjarbúa er þjónusta og landbúnaður, og má þar helst nefna sítrónurækt, melónu og ólífurækt en jafnframt hafa íbúar notið góðs af aukunum störfum tengdum ferðamannaiðnaðinum við strendur Costa Blanca.
     

  • Kirkja bæjarins er kennd við erkiengilinn San Miguel eða „heilagan Mikael“ sem jafnframt er verndari bæjarins. Dýrðlingadagur San Miguel de Salinas er haldinn hátíðlegur á hverju ári og hefjast hátíðarhöld jafnan viku fyrir dýrðlingadaginn sem er 29. september. Mikið er þá um dýrðir í bænum, skrúðganga, danssýningar og tónleikar svo eitthvað sé nefnt.
     

  • Matarmenning bæjarbúa einkennist af hinum hefðbundna næringarmikla sveitamat „gazpacho manchego“ sem er girnilegur réttur unnin úr tómötum, sérstöku brauði, og grænmeti ásamt kanínukjöti, hrísgrjónum og soði. Þarna geturðu smakkað „Gazpacho Manchego“, „soðið með kúlum“ eða „hrísgrjón með kanínu“. „Gazpacho með rjúpu og héra“ er sérstaklega mikilvægt.
     

  • San Miguel de Salinas götumarkaðurinn er settur upp í miðbænum í kringum Calle Juan XXIII alla miðvikudaga frá 08:30 - 13:30.

 

Talið er að landnám hafi hafist á svæðinu á tímum Rómverja, á stað sem kallast Nisdomia. Svæðið var tengt Orihuela hverfinu, en árið 1836 var þéttbýli bæjarins aðskilið frá því og á árinu 1955 voru bæjarmörkin færð inn í landið til að mynda ímyndaðan þríhyrning milli Pedrera-lónsins, Torrevieja-lónsins og La Peña del Águila.

Sjá meira um San Miguel de Salinas: https://realestateagentspain.com/en/en-san-miguel-de-salinas/ 

Sjáðu veitingastaðina í San Miguel de Salinas: https://www.tripadvisor.es/Tourism-g1238605-San_Miguel_de_Salinas_Costa_Blanca_Province_of_Alicante_Valencian_Community-Vacations.html

Costa Blanca með 26 golfvöllum er paradís fyrir golfara
 

Costa Blanca svæðið í Valenciu héraði liggur meðfram austur strönd Spánar og hefur um árabil verið ein eftirsóttasta ferðamannaparadís í heimi.

 

Alicante er höfuðborg Costa Blanca svæðisins og borgin er iðandi af lífi allt árið um kring með ótal veitingastöðum söfnum, dómkirkju, kastala, verslunum og iðandi fjörugtu næturlífi. Gamli bærinn og svæðið kringum höfnina er þekkt fyrir skemmtistaði og klúbba sem margir hverjir skarta góðu tónlistarfólki og frægum plötusnúðum. Þá hefur borgin sína eigin Römblu sem liggur meðfram „Paseo de la Explanada de Espana“ þar sem er urmull af góðum veitingastöðum.

 

Vegna hins hlýja og sólríka loftslags er hægt að spila golf allt árið um kring á 26 golfvöllum. Í stöðugu loftslagi Costa Blanca er hægt að spila golf þægilega hvenær sem er ársins. Þetta einstaka loftslag dregur ekki aðeins að sér heimamenn heldur einnig alþjóðlega golfáhugamenn sem leita að fullkomnum stað til að æfa sveifluna sína á meðan þeir njóta miðjarðarhafssólarinnar. Hvort sem þú ert reyndur spilari eða byrjandi, þá skapa þægilegt loftslag og fallegt landslag Costa Blanca hina fullkomnu aðstöðu til að njóta golfíþróttarinnar allt árið.

Contact

Taktu stökkið, sendu okkur línu til að finna þinn spánar tíma.

Símanúmer: 8930014 / Tölvupóstur: gudmundur.kristinsson@gmail.com

Hafðu samband

Subscribe
bottom of page